Hverjar eru helstu áskoranirnar í þínu lífi sem kona í nútímasamfélagi? Er það að halda úti starfsferli? Eða að eiga starfsferil, félagslíf, gefandi samband við maka og vera frábært foreldri á sama tíma? Eða er það að eiga samskipti við ákveðið fólk? Eða að láta taka mark á þér?
Við erum öll með áskoranir í lífinu og þurfum öll að takast á við allskonar áföll og reynslur sem móta okkur á einn eða annan hátt.
Eva Matta kom til mín í spjall í Fullorðins hlaðvarpinu og við ræddum allt milli himins og jarðar og þá meðal annars um áskoranir kvenna.
Nú fer að hefjast nýtt námskeið hjá Dale Carnegie sem Eva Matta mun halda og er þetta Kvennanámskeið sem er sérhannað fyrir konur. Áherslurnar á námskeiðinu verða hannaðar með nokkur markmið að leiðarljósi:
Smelltu hér til að kynna þér meira um námskeiðið.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.