Aspas ýsugratín

Mælt er með því að borða fisk minnst þrisvar í viku og fyrir mitt leiti er það lágmark. Ég er mikill fisk aðdándi, hér kemur fiskréttur sem er úr litlu bókinni Rögguréttir og þessi réttur er einn af mínum uppáhalds.

Uppskrift: 

1 pakki Toro kremet aspassúpa

3 dl rjómi

2 dl vatn

800 gr ýsa

1 dós grænn aspas

1 púrrulaukur

Gratinostur rifinn

Salt og pipar

Aðferð: 

Rjómi, vatn og pakkasúpa sett í pott hrært í og suðan látin koma upp og þá slökkt á hellunni.

Roð og beinhreinsuð ýsa er skorin í bita. Fiskinum raðað í eldfast mót. Vatninu helt af aspasnum og hann skorin í bita, strá aspasnum yfir fiskinn ásamt sneiddum púrrulauk. Súpunni með rjómanum hellt yfir, kryddað með salt og pipar svo rifin ostur yfir allt.

Bakað í ofni við 180 gráður í 30 mín.

Sjá meira: Kjúklingabaunakarrí

Gott að bera fram með kartöflum og salati.

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here