Mælt er með því að borða fisk minnst þrisvar í viku og fyrir mitt leiti er það lágmark. Ég er mikill fisk aðdándi, hér kemur fiskréttur sem er úr litlu bókinni Rögguréttir og þessi réttur er einn af mínum uppáhalds.
Uppskrift:
1 pakki Toro kremet aspassúpa
3 dl rjómi
2 dl vatn
800 gr ýsa
1 dós grænn aspas
1 púrrulaukur
Gratinostur rifinn
Salt og pipar
Aðferð:
Rjómi, vatn og pakkasúpa sett í pott hrært í og suðan látin koma upp og þá slökkt á hellunni.
Roð og beinhreinsuð ýsa er skorin í bita. Fiskinum raðað í eldfast mót. Vatninu helt af aspasnum og hann skorin í bita, strá aspasnum yfir fiskinn ásamt sneiddum púrrulauk. Súpunni með rjómanum hellt yfir, kryddað með salt og pipar svo rifin ostur yfir allt.
Bakað í ofni við 180 gráður í 30 mín.
Sjá meira: Kjúklingabaunakarrí
Gott að bera fram með kartöflum og salati.
Kristín fæddist á nunnuspítala og var skírð á flugvelli í henni Ameríku.
Hún er gift og á þrjú börn og eitt barnabarn. Hún hefur að mestum hlut unnið við að efla fólk og hefur menntað sig á því sviði. Ásamt því að skrifa á hun.is vinnur hún sjálfstætt sem meðferðaraðili.
Elskar að lesa, skrifa og mála en útivist og andleg málefni heilla hana.
Hún skrifar út frá eigin reynslu, faglegu nótunum og kaldhæðnislega um upplifun sína af breytingarskeiði miðaldra kvenna. Með hækkandi aldri hefur hún lært að létta sér lífið sem húsmóðir og gera mat á einfaldan hátt en alveg afbragðsgóðan svo frá henni má sjá uppskriftir að ýmsu góðgæti.
Hennar mottó er jákvæðni út í kosmósið því hún hefur lært af lífinu að jákvæðni kemur manni ansi langt!