Það hafa margir listamenn komið með allskonar skemmtilegheit á netið, söng, uppistand og margt fleira, til að létta fólki stundir í sóttkví. Maður getur nú alveg orðið uppiskroppa með verkefni þegar maður er heima. Við viljum endilega að þið sendið okkur einhver svona skemmtileg verkefni sem þið gerið heima, hvað sem er. Sendið okkur á Facebook og við setjum þau skemmtilegustu í loftið.
Sjá einnig: „Börnin komast að því hvað við erum heimsk“
Hér er skemmtilegt atriði frá Góa leikara og Ingibjörgu konu hans. Greinilega miklir hæfileikar á þessu heimili.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.