Kristen Stewart hefur fundið ástina að nýju, ef marka má slúðurrisa vestanhafs. Og sú heppna er engin önnur en Alicia Cargile, náin vinkona leikkonunnar sem sást ganga hönd í hönd með Kristen í L.A. í síðustu viku.
Hvorug stúlknanna hefur gefið út yfirlýsingu vegna þeirrar umfjöllunar sem blossað hefur upp í kjölfar myndanna, sem gengið hafa logandi ljósum á netinu en leiða má líkur að því að ástin hafi hreiðrað um sig í hjörtum stúlkanna og að Robert nokkur Pattison heyri fortíðinni til með öllu.
Sjá einnig: 7 hollywoodstjörnur sem hafa haldið framhjá
Reyndar er svo Robert á leið í hnapphelduna, með unnustu sinni, tónlistarkonunni sem gengur undir listamannsnafninu FKA Twigs, en þveröfugt við það sem ætla mætti – að Kristen sæti niðurbrotin heima og gréti yfir visnuðum brúðarvendi – virðist Twilight stjörnunni standa nokk á sama, þar sem hún hefur sjálfa umfaðmað ástina að nýju í örmum Aliciu.
Sjá einnig: Frægar án farða – 20 myndir
Aðrir virðast fara varlegar í sakirnar og segja þær Kristen og Aliciu einungis nánar vinkonur, en þær hafa áður sést í innilegum atlotum og þannig mátti sjá þær á sólarströnd í Hawaii fyrr á þessu ári – en þær leiddust einnig á flugvellinum þegar heim var komið eftir skammvinnt fríið.
Hvort sem um er að ræða náinn vinskap eða einlægt ástarsamband, er eitt víst að Kristen virðist með öllu komin yfir þann sársauka sem fylgdi sambandsslitum þeirra Pattison í kjölfar niðurlægjandi framhjáhalds leikkonunnar sem upp komst um í kjölfar vinnu hennar við stórmyndina Snowwhite.
Dásamlegt ef satt reynist!
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.