Dómsmálið gegn Oscar Pistorius lauk á dögunum og fyrsta niðurstaðan loks komin í málinu. Pistorius var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi fyrir að hafa orðið unnustu sinni, fyrirsætunni Reevu Steenkamp, að bana á Valentínusardeginum eða þann 14. febrúar í fyrra.
Málið er mikill harmleikur og hefur Pistorius neitað sök allt frá upphafi. Hann viðurkennir að hafa orðið unnustunni að bana en staðhæfir að um slys hafi verið að ræða en ekki morð af yfirlögðu ráði.
En hver var Reeva Steenkamp?
Náin vinkona, sem ber nafnið Kerry Smith, segir í nýlegu viðtali við Huffington Post frá vinskap þeirra Steenkamp á skólaárunum. Segir hún að Reeva hafi verið sjálfri sér trú alla tíð og hvorki látið frægð og velgengni sína né unnustans hafa haft marktæk áhrif á sig. „Það var svo mikið sakleysi yfir henni alltaf,“ segir Kerry.
Reeva Steenkamp árið 2004, þá tvítug.
Í myndbandinu, sem má sjá hér aðeins neðar, opnar Kerry myndaalbúmið sitt frá háskólaárunum eða þegar Reeva Stenkamp var rétt um tvítugt.
„Hún var ekki mikið fyrir skemmtanalíf heldur kaus hún góðan kaffibolla í sófanum heima fram yfir djammið“
Á myndunum blasir við heldur feimnisleg þeldökkhærð stúlka sem glímdi við útbrot í húðinni. Engu síður heillaði hún karlmenn upp úr skónum, að sögn Kerry, með sinni einstöku náttúrulegri fegurð og einlæga brosi.
Reeva, til hægri, ásamt vinkonum sínum, Kerry í miðjunni.
Kynntist Pistorius á miðjum fyrirsætuferli
Að háskóla loknum ákvað Reeva að reyna fyrir sér í fyrirsætubransanum, flutti til Jóhannesborgar í Suður Afríku þar sem henni gekk vel í starfi. Það var þar sem hún kynntist síðar Oscar Pistorius. „Hún var alltaf í langtímasamböndum og kærastanum trú,“ segir Kerry.
Reeva ákvað snemma að gerast fyrirsæta
Reeva ásamt Pistorius sem hún kynntist í nóvember árið 2012
Reeva Steenkamp var einkar glæsileg og eftirsótt fyrirsæta
Kerry Smith minnist vinkonu sinnar frá háskólárunum
Kerry minnist þess með sorg þegar fréttirnar af andláti Reevu Steenkamp bárust henni. „Þetta var svo súrrealískt. Það töluðu allir um að Pistorius hefði banað unnustu sinni allsstaðar í fjölmiðlum. Ég hugsaði bara, þetta er Reeva.“
Sem ein af nánustu vinkonum fyrirsætunnar þá hélt Kerry minningarorð í jarðarförinni. Hún segist sjá eftir að hafa ekki náð að hitta vinkonu sína áður en hún lést. „Það var eitthvað tekið frá okkur sem átti ekki að taka frá okkur. Það er erfitt að átta sig á að hún er farin.“
Hér má sjá myndbandið.