
Aþena Ísold Birgisdóttir er 15 ára stúlka sem syngur undurfallega. Hún deildi þessu myndbandi á Facebook síðunni Syngjum veiruna í burtu, öllum frjálst að leggja sitt af mörkum.
Sjá einnig: Örvæntingarfull móðir skrifar
Aþena syngur lagið Power of Love sem Celine Dion gerði ódauðlegt á sínum tíma. Aðspurð segist hún vera að læra á gítar í Tónlistarskólanum í Hafnarfirði og hefur farið á söngnámskeið hjá Maríu Björk. Hún er þó mikið að syngja heima fyrir og í skólanum og stefnir á að fara í söngnám í framtíðinni.

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.