Það er vert að vara við þessu myndbandi. Krókódílar í Víetnam eru húðflettir lifandi til að búa til „hágæða“ töskur, belti og ólar á úr, fyrir ekki ómerkilegri hönnuði en til að mynd Louis Vuitton.
Sjá einnig: Krókódíll réðist á par í sundlaug
Meðferðin á þessum dýrum er hryllileg og á engan hátt mannúðleg. Krókódílarnir eru settir í steyptar gryfjur, sem í mörgum tilfellum eru alltof litlar fyrir þá eða alltof margir krókódílar settir í sömu gryfju.
ÞETTA ER EKKI FYRIR VIÐKVÆMA!
Það er búið að banna dreifingu á myndbandinu sjálfu en þú getur séð það hér.