Þessar skemmtilegu hugmyndir geta einfaldað svo margt í eldhúsinu og kryddað upp á matargerðina. Hér eru nokkur sniðug ráð:
Búðu til taco-skeljar úr tortilla brauði:
Svona helst laxinn í heilu lagi og fær gott bragð í leiðinni:
Athugaðu hvort eggið sé ferskt eða gamalt. Ef það flýtur er það gamalt.
Búðu til snakk úr tortilla brauði með því að hella olíu og salti á það og skera niður í búta. Skelltu því svo inn í ofn í nokkrar mínútur.
Skemmtileg leið til að útbúa morgunmatinn. Beikonvefjur með eggi sem fá að bakast í ofni í tíu mínútur.
Skelltu hvítlauk í stálskál og skelltu annarri minni ofan á. Nuddaðu svo og hristu í nokkrar sekúndur og þá verður það leikur einn að afhýða hvítlauksrifin.
Til að láta nýsoðið egg líta út eins og hjarta skaltu pressa sushipinna fyrir miðju og láta standa þangað til að eggið hefur kólnað.
Þú getur útbúið hollt nammi með því að frysta jógúrtslettur með uppáhalds ávextinum þínum.
Heimild: LikeShareTweet.com
Tengdar greinar:
Tíu góð eldhúsráð sem létta okkur lífið
Svona skilur þú rauðuna frá hvítunni
Tólf frábær húsráð sem þú verður að sjá