Átti að slíta öllu sambandi við Katie og Suri

Eftir skilnaðinn við Tom Cruise fékk Katie Holmes forræði yfir dóttur þeirra, Suri Cruise, sem nú er orðin 10 ára gömul.

 

Sjá einnig: Tom Cruise flytur frá Beverly Hills

Samkvæmt heimildarmanni OK magazine tók Tom því, að Katie væri með forræði, sem hann ætti bara að hætta að hitta Suri alfarið. Hann hefur því ekki séð dóttur sína í þrjú ár. Það var ekkert sem sagði að Tom mætti ekki hitta hana en talið er að Vísindakirkjan hafi farið fram á að hann myndi slíta öllu sambandi við Katie og Surie eftir skilnaðinn. Vísindakirkjan dæmir sumt fólk sem „hamlandi manneskjur“ og voru þær mæðgur taldar vera hamlandi öfl í lífi Tom svo hann hætti alveg að hafa samband við þær.

SHARE