Ég veit ekki hversu oft ég hef fengið spurninguna um hvort sé betra að vaxa brúnirnar eða plokka og hvort það auki líkur á að fá augnpoka ef vaxið er valið. Í raun fer það alveg eftir því hvernig loka niðurstaðan á að vera. Það segir sig sjálft að ef við viljum losna við öll hárin undir augabrúnunum er vaxið betri kostur, ef við viljum fá náttúrulegra og ekki alveg eins „hreint“ útlit, er plokkun betri kostur. Mörgum þykir mjög sárt að láta plokka sig og velja því vaxið en svo er ein og ein sem finnst mjög þægilegt að láta plokka.
Varðandi þessa spurningu með það hvort vaxið auki líkur á augnpokum er það ekki svo. Samkvæmt lýtalækni sem hélt fyrirlestur fyrir Félag íslenskra snyrtifræðinga eru engar líkur á því vegna þess að þessir augnpokar myndast þegar vöðvarnir fara að slappast, svo ekki hika við að biðja um vaxið ef þetta hefur verið að stoppa þig.
Með þetta, eins og flest annað, verður hver og einn að ákveða fyrir sig hvað hentar sér best.
Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi þetta, eða annað tengt snyrtifræði, endilega sendu fyrirspurn á inga@hun.is
Inga er fædd og uppalin í Reykjavík fyrir utan 2 ár sem hún bjó fyrir vestan í Bolungarvík. Þessi gifta, þriggja barna móðir er menntuð snyrtifræðingur og hefur unnið við það síðan 2006. Snyrtifræðin á stóran hluta af hug hennar og fagnaði hún þessu tækifæri að fá að skrifa greinar og jafnvel fá að aðstoða lesendur við vanda/spurningar sem þeir mögulega hafa.