Auglýsa eftir myndbandi – “Greip um höfuð hans og andlit og skemmdi gleraugun hans”

Við fengum póst frá þremur aðilum um atvik sem átti sér stað þann 11.ágúst. Við höfum ákveðið að birta sögu þessa fólks en þau hafa reynt að nálgast myndband frá umræddu kvöldi án árangurs og vonast til þess að umfjöllun okkar fái manneskjuna sem tók atvikið upp til að stíga fram.

“Greip um höfuð hans og andlit, skemmdi gleraugu hans og negldi honum í malbikið”

“Þannig er mál með vexti að á aðfaranótt sunnudagsins 11. ágúst, um 1 leitið, réðst dyravörður á manninn minn fyrir utan bar 11 í Reykjavík. Maðurinn minn ætlaði sér að klifra gegnum gat á grindverki sem afmarkar reykingasvæði barsins. Ekki var litið á það hýru auga en í stað þess að gefa honum viðvörun og biðja hann að hætta því sem hann var að gera, greip dyravörður þar um höfuð hans og andlit, skemmdi gleraugun hans með því taki og negldi honum í malbikið, sem og fleira og hlaut maðurinn minn nokkra áverka af, meðal annars er hann illa tognaður á hálsi, bólginn, blóðhlaup í augum, með afar stórann marblett, skurð á vör og fleira. Mikið var af vitnum. Sjálf hafði ég ekkert drukkið og maðurinn minn var með 0.4 í blóðinu af áfengi. Einhver tók atvikið upp á myndband, við vitum hins vegar ekki hver það var. Sá hinn sami var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði. Nú höfum við reynt að auglýsa eftir myndbandinu á facebook gegnum vini okkar, án árangurs.”

 

Biðja lesendur sem upplýsingar hafa um að hafa samband

“Við yrðum afar þakklát ef þið gætuð auglýst eftir þessu myndbandi á síðunni ykkar.”

Fólkið vill ekki vera nafngreint og því biðjum við lesendur um að senda okkur skilaboð á ritstjorn@hun.is og við komum þeim áfram. Þau vilja reyna að komast hjá því að myndbandið verði birt á netinu en það er mikilvægt fyrir þau að fá myndbandið.

SHARE