Hann lítur niður, hún gjóir augunum upp, bæði horfa í sitthvora áttina á meðan þau elskast. Hvað með að horfast bara í augu? Of oft að þá gerist það ekki. Hjón, pör og fólk sem eru að sofa saman ættu að gefa sér tíma í að horfast í augu.
Það er samt ekki verið að meina að allir alltaf eigi að stara í augun hvort á öðru. En augnsamband við þann sem þú ert að stunda kynlíf með gerir kynlífið nánara og feimnin fýkur um lönd og leið.
En hvers vegna augnsamband?
– Fólk tengist betur. Það er ekki bara snertingin eða kynlífsleikföngin sem hjálpa fólki að tengjast náið í rúminu.
– Augnsamband er besta leiðin til að tjá sig án orða í kynlífi. Þú getur notað það t.d ef að þú ert að fíla eitthvað æðislega vel eða ef eitthvað er ekki gott.
– Veikleikar eru merki um að þú ert mannleg(ur). Fólk sem að finnur fyrir óþægindum ef það horfir á makann á meðan á kynlífi stendur ætti að æfa sig í augnsambandi. Að sýna veikleika okkar styrkir sambandið.
Það er ekkert að hræðast nema sjálfa hræðsluna og þegar þú kemst yfir hana og ert farin(n) að horfa í augun á kynlífsfélaganum að þá áttu von á mögnuðu kynlífi það sem eftir er.
Heimildir: drkat.com
Þýðing: Anna Birgis
Fleiri áhugaverðar greinar tengdar heilsu má finna á Heilsutorg.is