Súpur eru alltaf svo góðar og ljúft að gera svolítið magn af þeim því þá á maður alltaf afgang daginn eftir. Og súpur eru yfirleitt eitthvað sem bragðast best daginn eftir. Þess vegna geri ég oft súpu að kvöldi til sem ég er svo með í matinn daginn eftir sem er svo yndislegt, að þurfa ekkert annað en að hita súpuna upp og eiga gott brauð með. Matartíminn verður ekki einfaldari. Þessi súpa er svo mikið geggjuð og yndisleg og ég held að ég gæti borðað endalaust af henni. Það eru örugglega orðin 10 ár síðan ég gerði þessa fyrst og hún stendur alltaf fyrir sínu.
3 kjúklingabringur
1 rauð paprika
1 gul paprika
1 cm engifer
2 hvítlauksrif
2 msk karrý
1 msk kóríander duft
2 dósir kókosmjólk
3 msk tómatpúreé
1 hnefi ferskt kóríander
2 vorlaukar
1/2 rauður chilli
1/2 pakki eggjanúðlur
2 kjúklingateningar
salt og pipar(eftir smekk)
1-2 msk hnetusmjör(ef vill en alls ekki nauðsynlegt)
Skerið kjúklinginn í bita. Skerið paprikuna, vorlaukana og chilli í bita. Pressið hvítlaukinn og rífið engiferið, saxið niður ferska kóríanderið. Steikið kjúklinginn, paprikuna,chilli, hvítlaukinn, karrýið, kóríander kryddið og engiferið saman í potti.. bætið tómatpureé saman við og steikið þangað til kjúklingurinn er tilbúinn eða hvítur og steiktur í gegn. Hellið kókosmjólkinni yfir og látið suðuna koma upp. Látið sjóða í 10 mínútur, smakkið til og kryddið með salti og pipar og jafnvel smá chillidufti ef maður vill hafa súpuna bragðmikla. Það er líka mjög gott að nota hálfan pakka af eggjanúðlum og sjóða þær í vatni áður en þær eru settar út í súpuna. Að lokum set ég 2 teningum af kjúklingakrafti út í. Það er best að gera þessa súpu deginum áður því þá nær hún fullkomna bragðinu eins og er með flestar súpur. Svo er gott að bæta fersku kóríander við rétt áður en hún er borin fram.