5 POSTS
Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir frumkvöðull og lífstílshönnuður hefur komið
víða við. Allir muna eftir Mamma mia sing-a-long í bíó eða How 2 Feel
God ævintýrinu sem mörg þúsund manns tóku þátt í aftur og aftur.
Undanfarin 10 ár hefur hún boðið uppá Orkunudd, Höfuðbeina og
spjaldhryggsmeðferðir og Heilun, kennt Happy Yoga Hugleiðslu og hina
eftirsóttu þerapíu Lærðu að elska þig.
Ósk var fyrst á Íslandi til að bjóða uppá fjarþjálfun í betri heilsu og
meiri hamingju og hefur hún hjálpað fólki að gjörbreyta lífi sínu þar
sem hún hefur einstaka hæfileika til að miðla og hvetja fólk til að láta
drauma sína rætast. Lífsmottóið er að njóta og hafa gaman að lífinu.
Nú er hún búsett í Paradísinni Balí og heldur mögnuð námskeið þar fyrir
konur, Empower women Retreat in Bali ásamt athafna-Gyðjunni Sigrúnu
Lilju. Við eigum von á henni til Íslands í mars og mun hún þá bjóða uppá fyrirlestra í fyrirtækjum, einkatíma og helgarnámskeið í Happy Yoga og
fyrir konur á uppleið.