Þegar Avril Lavigne ætlaði að fagna 30 ára afmælinu sínu í Las Vegas í október á síðasta ári var henni búið að líða hræðilega í nokkra mánuði og það síðasta sem henni langaði til að gera á afmælisdaginn sinn var að djamma.
Avril var þá búin að vera í stöðugum læknisheimsóknum en enginn virtist geta fundið út hvað það var nákvæmlega sem var að hrjá hana. Á þessum tímapuntki átti hún erfitt með að borða og gat ekki notið þess að sitja á laugarbakkanum í Las Vegas heldur þurfti hún að fara upp á hótelherbergi til þess að leggja sig.
Stuttu seinna, eftir mánuði af mikilli vanlíðan, þróttleysi og svima þá fékk söngkonan loks greiningu en hún var með alvarlegt tilfelli af Lyme sjúkdóminum.
Sjálf viðurkennir Avril að hún hafi ekki haft hugmynd um að pöddubit gæti gert svo mikinn skaða en hún er nokkuð viss um hún hafi verið bitinn síðastliðið vor.
Ég var rúmföst í fimm mánuði. Mér leið eins og ég gæti ekki andað, ég gat ekki talað og ég gat ekki hreyft mig. Ég hélt ég væri að deyja.
Móðir Avril flutti inn til þess að hún gæti séð um hana á meðan eiginmaður hennar var á tónleikaferðalagi.
Það komu vikur þar sem ég náði ekki að fara í sturtu í heila viku þar sem ég gat varla staðið. Mér leið eins og það væri búið að draga lífið úr mér.
Avril segir að aðdáendur hennar hafa hvatt hana áfram en í desember síðastliðinn sendi hún einum aðdáenda einkaskilaboð á Twitter þar sem hún sagði að ástæðan fyrir því að hún hefði ekki sést í langan tíma væri vegna þess að henni liði ekki nógu vel. Þau skilaboð fóru um netið og hrönnuðust inn batakveðjurnar til söngkonunnar.
Í dag líður Avril að hennar sögn 80 prósent betur en hún segir að þetta hafi verið ákveðin vitundarvakning en héðan í frá vill Avril bara njóta lífsins.
Sjá einnig: Þessar stjörnur eru skyldar hvor annarri
Sjá einnig: Skógarmítill á Íslandi – Vaxandi vandamál
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.