Þetta ótrúlega flotta baðkar er frá Splinter Works og er eins og hengirúm í laginu og verður þess vegna að vera staðsett milli tveggja veggja og niðurfallið er undir því miðju og fer vatnið þar niður í niðurfall.
Það er lengra en venjuleg baðkör eða 2,7 metrar svo það er nóg pláss. Það er til í svörtu, rauðu, bláu, gulu, bleiku, brons og silfur.
Ég væri svo til í að eiga svona en reikna fastlega með því að það kosti hvítuna úr augunum.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.