Það borgar sig aldrei að skrá sig inn á Facebook en gleyma síðan að skrá sig þaðan út aftur. Þetta hafa bæði Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, og sonur hans, Hermann, fengið að kynnast á síðustu dögum. Þeir feðgar skiptast á að skrifa „statusa“ fyrir hvorn annan í nýlegum stöðuuppfærslum og skjóta létt á hvern annan, samkvæmt frétt á kfrettir.is.
Þetta byrjaði allt með því að Ármann setti inn á síðu Hermanns, sonar síns, að hann hefði verið á Hamraborgarhátíðinni þegar hann var í raun einhversstaðar annars staðar. Þetta fannst Hermanni ekkert fyndið og svaraði föður sínum fullum hálsi:
„pabbi komst inn á facebookið mitt áðan og gerði það sem ég myndi kalla mjög lélegan status um að ég hefði verið á Hamraborgarhátiðinni og fannst það mjög fyndið þegar ég kom heim. Nú skilur hann svo Facebookið sitt eftir opið í tölvunni minni en ég ætla ekki að fara niður á sama plan og hann og gera lélegan status.“
Með fylgdi þessi mynd frá Hermanni af föður sínum frá síðunni flickmylife.com
Ármanni vafðist ekki tunga um tönn við að svara syni sínum:
“Hm, ljóst að Hermann fær ekki bílinn á næstunni og héðan í frá verður rukkuð húsaleiga og…………..”