Bættu samband þitt til muna á 5 dögum

Það kannast flest pör við það að ganga í gegnum erfiðleika í samböndum, og það er ekkert óeðlilegt við það. Ég setti saman lista með fimm daga áskorun fyrir pör til að prufa og sjá hvort að það lífgi ekki aðeins upp á sambandið.

 

Dagur eitt

Endurskapið ykkar uppáhalds stefnumót.

Það þarf ekki að vera það fyrsta heldur eitthvað skipti þar sem þið munið eftir því að ykkur leið báðum vel og þið áttuð einstaklega góða stund. Ástæðan fyrir því að við byrjum á þessu er til að minna ykkur á það hvað þið áttuð einu sinni góða stundir og hvað þið getið haft það notalegt saman.

Dagur tvö

Prufið eitthvað nýtt.

Á degi tvö mæli ég með því að þið prufið eitthvað algjörlega nýtt. Hvort sem það er einhver nýr veitingastaður eða eitthvað algjörlega út fyrir ykkar þægindaramma þá er mikilvægt að þið gerið eitthvað nýtt til að finna og minna ykkur á að það er enn þá fullt af spennandi hlutum í boði sem þið tvö getið gert saman. Það er allt of auðvelt að festast í sama farinu og gera alltaf sömu hlutina sem verða oft til lengdar leiðinlegir.

Dagur þrjú

Skapaðu rómantíska stemmningu heima.

Slökkvið á sjónvarpinu og felið símana. Á degi þrjú er mikilvægt að ekkert utanaðkomandi trufli. Eldið eitthvað gott eða pantið uppáhalds matinn ykkar. Kveikið á kertum og talið saman. Ekki er verra ef þið opnið eina flösku af góðu víni og njótið saman. Þó svo að þið séuð heima á stefnumóti þíðir ekki að það sé minna skemmtilegt heldur en að fara út.

Dagur fjögur

Skrifið lista.

Nú er kominn tími á minna skemmtilega hluti en jafnframt nauðsýnlega. Skrifið bæði niður á blað hluti sem ykkur finnst vera vandamál í sambandinu ykkar. Athugið að þetta á ekki að vera rifrildi heldur umræða og báðir aðilar þurfa að vera viljugir að taka þátt í samtalinu. Svo er um að gera að enda kvöldið í svefnherbergis leikfimi til að ná upp gleðinni,

Dagur fimm

Setjið ykkur markmið.

Síðasta daginn ætlið þið að nota til að setja ykkur markmið í sambandinu. Skrifið niður hvað það er sem ykkur langar til að gera. Hvort sem það er að kaupa hús eða safna fyrir utanlandsferð gerið þá plan hvernig þið ætlið að ná markmiðinu og vinnið að því saman þangað til að þið getið látinn drauminn rætast.

Ég og Siggi Gunnars. á K100 ræðum þetta í Síðdegisþættinum hans í dag á milli 15-18   Stillið á 100,5 og ekki missa af því.

Ást og friður.

  http://credit-n.ru/offers-zaim/webbankir-online-zaim-na-kartu.html http://credit-n.ru/offers-zaim/zaym-na-kartu_migcredit.html

SHARE