Ballerína í yfirstærð er ekki að fara að láta ummæli á netinu hafa áhrif á sig. Líkamsskömm á sér stað hjá öllum, jafnvel hjá ófrískum konum. Í stað þess að dæma aðra á stærð þeirra, ættum við mun fremur að einblína á getu þeirra og hæfileika. Virði fólks ætti ekki að mælast eftir númerum eða tölu á vigt.
Sjá einnig: Líkamsskömm getur leitt til þess að konur fara síður til læknis
Því miður er það svo að fólk er ekki alltaf dæmt út frá hæfileikum þeirra, heldur líkama þeirra. Fólk þarf stanslaust að vera fullkomið og hafa granna líkama, án allra “galla” og þá sérstaklega í heimi dansara.
Jessica Bell er ein þeirra sem hefur þurft að sæta mikilli gagnrýni á netinu fyrir stærð sína. Í stað þess að horfa á hæfileika hennar hefur fólk horft aðeins á þyngd hennar, þrátt fyrir að hún sé mög heilbrigð. Jessica ákvað að hunsa gagnrýnina og halda áfram að dansa, því líkamlegt ástand hennar gerir henni erfitt að grennast.
Sjá einnig: Líkamsskömm: Hún var ekki viðfangsefni myndanna
Henni var sagt þegar hún fékk inn í dansskóla að hún yrði að léttast, því annars yrði innganga hennar í skólann dregin til baka. Hún lætur ekkert stöðva sig og heldur áfram að dansa án þess að láta þau sem þrífast á því að tala niður til hennar og annara fá sína athygli.
https://www.youtube.com/watch?v=OqFa2J5D_jo&ps=docs
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.