Hinn 33 ára gamli leikari, Jake Gyllenhaal, var í Róm að leika að hann væri í Himalayafjöllum. Himalayafjöllin eru gerð með grænu tjaldi og svo var búið að tjalda nokkrum tjöldum og munu áhorfendur fá Himalayafjöllin með stafrænni tækni Framstoregæjanna, en þeir eru frægir fyrir brellurnar í Gravity.
Everest er nýjasta kvikmynd Baltasar Kormáks, sem fjallar um leiðingur á topp Everest sem fór úrskeiðis árið 1996. Mikið óveður skall á og náði að klófesta 8 sálir á fjallinu, en einn maður að nafni Jon Krakauer lifði af og skrifaði bók um atvikið sem heitir Thin Air.
Þetta er versta slys Everestfjallsins frá upphafi. Gyllenhaal leikur aðalleiðsögumanninn Scott Fisher í myndinni. Einnig leika Josh Brolin og Ingvar E. Sigurðsson í kvikmyndinni sem frumsýnd verður árið 2015.