Banana bollakökubrownies

Hér eru komnar æðislegar bollakökur sem koma frá Gotterí. 

 

 

Banana bollakökubrownies

  • 50 gr smjör við stofuhita
  • 100 gr brætt suðusúkkulaði
  • 1 bolli sykur
  • 2 tsk vanilludropar
  • ¼ tsk salt
  • 2 msk bökunarkakó
  • 2 stór egg
  • ¾ bolli hveiti
  • ½ liter þeyttur rjómi
  • Súkkulaðispænir til skrauts
  • 2 bananar skornir í litla bita (og meira til skrauts)

  1. Hitið ofninn 175 gráður. Takið til bollakökuform (bæði pappa og ál).
  2. Blandið saman sykri og smjöri þar til létt og ljóst, bætið eggjunum útí einu í einu og skafið á milli, því næst fara vanilludroparnir útí blönduna.
  3. Hellið bræddu súkkulaðinu saman við og að lokum þurrefnunum, hrærið og skafið niður þar til slétt og fínt.
  4. Skiptið deiginu niður í bollakökuform (fyllið um 2/3) og bakið þar til prjóni sem stungið er í  miðja kökuna kemur út með smá  blautri kökumylsnu en ekki deigi þó (c.a 20-25 mín).
  5. Kælið og losið síðan úr pappaformunum.
  6. Blandið bananabitum varlega saman við þeyttan rjómann og sprautið á með því að setja í Zip Lock poka og klippa hæfilegt gat á endann. Síðan má skreyta með súkkulaðispæni og einni sneið af banana þar að auki ef vill.

 

Endilega smellið einu like-i á Gotterí á Facebook. 

 

 

SHARE