Banana og karamellu eftirréttur – Uppskrift

Við getum ekki annað en slefað yfir þessu. Aðeins of girnilegt. Þetta verður pottþétt prófað um helgina.

Banana og karamellu eftirréttur

Royal Vanillubúðingur
2 bananar
Karamellusósa (t.d. einhver góð íssósa)
200 ml þeyttur rjómi
10 Hafrakexkökur (t.d. Graham crackers)
Smjör
Sykur

Útbúið búðinginn eins og uppskriftin á pakkanum segir til um.
Bræðið 75 grömm af smjöri og myljið niður hafrakexið. Vinnið hafrakexið og smjörið saman og bætið við 1 tsk af sykri.
Þrýstið u.þ.b. 2 tsk af kexmylsnublöndunni ofan í falleg glös.
Setjið fyrstalag af búðingi yfir kexmylsnunnar.
Skerið bananann í sneiðar og raðið yfir búðinginn
Setjið rjóma yfir bananasneiðarnar
Dreifið kexmylsnu yfir rjómann og hellið karamellusósunni yfir.
Endurtakið 2-5 sinnum.
Kælið í 3 tíma áður en þið berið þetta fram.

Banana dessert crust

Banana cream mini dessert

Banana cream mini dessert

Banana caramel dessert

Banana caramel cream dessert

Banana og karmellu eftirréttur1

Banana og karmellu eftirréttur

SHARE