Þetta er Carter litli. Hann býr í Bandaríkjunum og er svo hrifinn af banönum að hann bankar gjarna upp á hjá nágranna sínum og biður um einn gulan með hýði.
Carter barði að dyrum síðastliðinn sunnudag. Og bað um einn gulan. Bananinn var afhentur. Mynd var tekin sem sannar málið. Og Carter gekk á brott. Nágranninn sendi myndina inn á Reddit undir yfirskriftinni:
“This is Carter. He knocked on my door to ask if he could have a banana, then left.”
Og viti menn; bananabarnið sneri Reddit á hvolf. Nú vita allir hver Carter er, foreldrum hans til undrunar. Carter litli og ástríða hans fyrir bananaáti er nýjasta gleðiefni Redditnotenda, hróður barnsins hefur borist víða og heimspressan er komin í málið.
Við kynnum Carter – bananabarnið sem sneri Reddit á hvolf.
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.