Bananagotterí með súkkulaði og hnetusmjöri – Uppskrift

Frosnir bananabitar!

Ertu orðin leið á að bjóða alltaf sams konar eftirmat? Prófaðu þá að bjóða upp á frosna bananabita. Manni finnst að maður sé að borða hinn besta ís en maður hefur alls ekki náð sér í nein ósköp af hitaeiningum.

ATH! Ef einhver í fjöskyldunni er með hnetuofnæmi er alveg hægt með góðum árangri að sleppa hnetusmjörinu sem er í uppskriftinni .

Efni:

  • 4 bananar
  • 280 gr suðusúkkulaði
  • 1/4 bolli hnetusmjör

Aðferð:

Afhýðið bananana og skerið þá í sneiðar (u.þ.b. 1,5cm) Raðið á plötu með (bökunarpappír)

Smyrjið nú hnetusmjöri á hverja sneið.

Setjið inn í frysti í u.þ.b. 1 klst. Þá verður auðveldara að hjúpa bitana með súkkulaðinu!

Bræðið súkkulaðið  við mjög hægan hita þar til það rennur vel

Dýfið nú hverjum bita (notið tvo gaffla)  ofan í súkkulaðið og setjið þá á bökunarpappír.

Setjið bitana nú aftur í frystinn og látið súkkulaðið kólna vel.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here