Bananakaka með glassúr

Þessi bananakaka er æðisleg með kaffinu. Hún kemur úr smiðju Gotterís.

 

Bananakaka  með glassúr

  • 70 gr smjör (brætt)
  • 120 gr sykur
  • 40 gr púðursykur
  • 2 egg
  • 1 tsk vanilludropar
  • 180 gr súrmjólk/AB mjólk
  • 2-3 vel þroskaðir bananar
  • 290 gr hveiti
  • 1 tsk matarsódi
  • ½ tsk salt
  • 1 pk Royal vanillubúðingur (duftið)
  1. Hitið ofninn 165°C
  2. Blandið saman bræddu smjöri, sykri, púðursykri, eggjum, vanilludropum og súrmjólk í hrærivélinni.
  3. Stappið bananana og bætið saman við blönduna.
  4. Blandið hveiti, matarsóda og salti saman í skál og setjið saman við í nokkrum skömmtum.
  5. Að lokum fer vanillubúðingurinn (aðeins duftið) út í blönduna og hrærið þar til allt er blandað og skafið niður á milli.
  6. Spreyið brauðform vel með PAM (eða notið smjör), hellið deiginu þar í og bakið í um 50-58 mínútur eða þar til prjónn kemur út með engu kökudeigi (allt í lagi smá kökumylsna sé á honum því brauðið er blautt í sér, bara ekki deig).
  7. Komið brauðinu fyrir á vírgrind og leyfið að kólna áður en þið setjið glassúrinn yfir.

Glassúrinn

  • 60 gr smjör
  • 110 gr flórsykur
  • 2 tsk vanilludropar
  • 1-4 msk rjómi
  1. Hitið smjörið við miðlungshita þar til það brúnast örlítið en varist þó að það brenni. Kælið í um 10 mínútur.
  2. Setjið þá flórsykur og vanilludropa saman við smjörið og hrærið saman.
  3. Bætið við rjóma þar til blandan öðlast þá þykkt sem þið kjósið að nota.
  4. Smyrjið eða sprautið glassúr yfir brauðið.

 

Ég mæli með því að þið smellið like-i á Facebook síðu Gotterís. 

SHARE