Bananar eru ekki bara góðir á bragðið

Bananar
Eftir þessa lesningu munt þú aldrei líta Banana sömu augum.

Bananar innihalda náttúruleg sætuefni, sucroes, fructose og glucose ásamt því að vera fullir af trefjum.  Einn banani gefur manni gott orkuskot. Rannsóknir hafa sannað að 2 bananar fyrir æfingu gefa manni orku til að æfa í 90 mínútur.

Ekki nema von að bananar séu ávöxtur númer eitt hjá besta íþróttafólki heims. En það er ekki bara orkan sem bananinn er þekktur fyrir. Hann heldur okkur líka í formi og getur hjálpað til við að koma í veg fyrir allskyns veikindi ef hann er borðaður daglega.

Einnig er hann góður fyrir eftirfarandi:

Þunglyndi.

Samkvæmt nýrri könnun að þá hafa þeir sem eru að berjast við þunglyndi fundið fyrir breytingum eftir að hafa sett banana inn í mataræðið. Ástæðan fyrir þessu er sú að bananinn inniheldur prótein sem líkaminn breytir í serotonin en það efni fær líkamann til að slaka á og laga skapið.

Blæðingar.

Hentu verkjatöflunum og fáðu þér banana. B6 vítamínið í banananum kemur reglu á glúkósan í blóðinu og þar af leiðandi lagar skapið.

Blóðleysi.

Hátt hlutfall járns í banönum hjálpar til við að lækna blóðleysið.

Blóðþrýstingur.

Þar sem bananar eru háir í kalíum (potassium) en lágir í salti ná þeir að koma blóðþrýstingi á rétt ról. Að borða banana reglulega getur einnig komið í veg fyrir heilablóðfall.

Timburmenn.

Ein sú alfljótasta leið til að losa sig við hina hvimleiðu þynnku er að búa til banana sjeik og setja hunang saman við. Bananinn róar magann og með hjálp hunangsins þá jafnast blóðsykurinn á rétt ról eftir sukkið.

Morgunógleði.

Að borða banana á meðgöngu sem milli mál passar upp á að sykur stöðullinn í blóðinu sé réttur og kemur þar af leiðandi í veg fyrir morgunógleðina sem er svo hvimleið.

Stress.

Bananar eru háir í B-vítamínum og þau róa taugarnar. Svo í stað þess að raða í þig súkkulaði eða sætindum ef stressið er að fara með þig þá skaltu skella í þig banana. Einnig getur banani komið í veg fyrir nætur snarl sem að sumir kannast eflaust við.

Þannig að Banani á dag kemur öllu systeminu í lag.

Meira um töfra bananas má lesa HÉR.

Þýðing: Anna Birgis

Fleiri fræðandi greinar um heilsu á Heilsutorg.is

heilsutorg

SHARE