Kerry Miles vill ekkert heitar en að vera eins mikið og barbídúkka og hún getur. Fjárhæðirnar sem hún hefur eytt í að láta breyta útliti sínu eru ótrúlega háar og er hún hvergi nærri hætt sinni för. Nú hefur hún hins vegar viðurkennt að hún sé nú þegar byrjuð að safna í sjóð fyrir dóttur sína, svo hún geti farið í lýtaaðgerðir þegar þar að kemur.
Sjá einnig: Hún hefur eytt 14 milljónum í lýtaaðgerðir
Dóttir hennar, Bethany er aðeins 12 ára gömul og segir móðir hennar að henni þyki hún falleg eins og hún er. Hún er aftur á móti alveg handviss um að dóttirin muni koma til með að vilja fara í svipaðar aðgerðir og hún sjálf.
Kerry er nú þegar búin að safna tæpum þremur milljónum króna í lýtaaðgerðasjóð dóttur sinnar, þrátt fyrir að dóttir hennar hafi sagt við hana að hana langi ekkert að fara í slíkar aðgerðir í framtíðinni.
Þó að dóttir mín segi núna að hana langi ekki í lýtaaðgerðir í framtíðinni, vil ég taka pening til hliðar fyrir hana, ef ské kynni að hún myndi skipta um skoðun. Þegar ég var ung, ætlaði ég aldrei að fara í svona aðgerðir en það breyttist. Þegar hana fer að langa í brjósaaðgerð eða í fitusog, verður til peningur fyrir því.
Við skulum vona að Bethany haldi sig við sínar skoðanir og láti ekki undan þrýstingi móður sinnar til að láta breyta útliti sínu.
Sjá einnig: 8 manns sem fengu lýtaaðgerðir á heilann
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.