Barnaföt innblásin af Indlandi
 – Myndir

Ævintýraleg ferð þeirra Aurélie Remetter og Marie Pidancet til Indlands varð til þess að vinkonurnar, sem báðar eru franskir textílhönnuðir, ákváðu að vinna saman að barnafatalínu innblásna af Indlandi. Árið 2012 kom Louise Misha fram á sjónarsviðið en nafnið á fyrirtæki þeirra er tilkomið til heiðurs ömmu Aurélie, Louise og mömmu Marie, Misha.

Til að byrja með hafa þær einblínt á barnaföt fyrir stelpur en ætla sér að þjónusta breiðari hóp í framtíðinni. Fatalínan er ótrúlega falleg, yfirfull af nostalgíu, með “vintage” yfirbragði og fallegum litasamsetningum sem óneitanlega minna á Indland.

Hér gefur á að líta sumarlínu Louise Misha en fyrir þá sem hafa áhuga á að skoða meira er bent á heimasíðu þeirra Aurélie og Marie HÉR.

SHARE