Barnaníðingar gorta sig af glæpum sínum

Eftir ábendingu fann lögreglan nöfn mörg hundruð barna undir múrhúðinni á vegg í plötubúð í Manchester. Öll höfðu börnin orðið fyrir barðinu á barnaníðingum.

 

Lögreglan var að rannsaka feril grunaðs barnaníðings, Jimmy Savile og eftir ábendingar var þessi plötubúð athuguð og brotin múrhúðin á vegg í einu herbergjanna þar og komu þá nöfnin í ljós. Við nafn hvers barns var krotaður aldur barnsnis og einkunn- hvernig barnið hafði staðið sig. Einnig voru þarna nöfn barna sem barnaníðingarnrir höfðu auga á en höfðu ekki enn náð.

Undanfarið hefur lögreglan á Bretlandi rannsakað feril fjölda manna sem grunaðir eru um brananíð og hefur almenningur veitt mikla og ómetanlega aðstoð við að fletta ofan af glæpum þeirra.

Jimmy Savile er einn þeirra glæpamanna sem lengi hefur legið undir grun um barnaníð. Það var þegar verið var að rannsaka feril hans sem lögreglan fann þennan vegg. Flett hefur verið ofan af mjög mörgum barnaníðingum í tengslum við rannsóknina á Jimmy Savile.

Afbrotafræðingar segja að áður en netið kom til sögunnar hafi barnaníðingar notað blöð og tímarit til þess að birta öðrum glæpamönum dulkóðaðar skrár um glæpi sína og gorta þannig af afrekum sínum eins og nú er gert á netinu. Talið er að þessi hræðilegi veggur sé enn ein birtingarmynd sömu ónáttúru.

Fræðimenn sem eru að rannsaka hegðun barnaníðinga segja að þeir séu stöðugt að finna nýjar og nýjar aðferðir til að gorta af hegðun sinni og koma upplýsingum um „afrekin“ til annarra barnaníðinga. Þeir koma sér upp „gortkerfi“-„ þetta hef ég afrekað, ég hef gert meira en þú“. Þeir þurfa að auglýsa kynferðislega hreysti sína sem felst í að níðast á börnum.

Fórnarlömb stigu fram

Þessi Jimmy Savil sem var skemmtikraftur á sjónvarpsstöð fór veg allrar veraldar í okóber 2011 og skömmu síðar fóru fórnarlömb hans að segja frá glæpum hans.  Nú þegar hafa hátt á þriðja hundrað manns ákært hann og er rannsókninni á glæpum hans og margra fleiri barnaníðinga ekki lokið. Alls hafa 450 einstaklingar stigið fram og sagt frá glæpunum sem á þeim voru framdir. Búið er að handtaka marga þessara glæpamanna og rannsóknin heldur áfram.

Barnaníðingurinn Jimmy Savile hafði aðgang að barnasjúkrahúsum og níddist á börnum þar, jafnvel á dauðvona börnum. Hann sat líka um börn sem voru á leið heim úr skólanum og þau sem komu á sjónvarpsstöðina þar sem hann vann. Hann stundaði glæpi sína þar til hann dó, 82 ára gamall. Hann var vel auðugur og hafa eigur hans allra verið frystar því að fórnarlömbum hans verða greiddar miskabætur.

SHARE