Barnasamfestingar með reðurteikningum teknir úr sölu

Ungbarnasamfestingar með ofursmáum reðurteikningum voru nýverið teknar af sölurekkum tískukeðjunnar NEXT en málið þykir hið mesta hneyksli og hefur vakið undrun og reiði foreldra.

Það var breskur faðir, Shane Gallivan, sem tók eftir lymskulegu mynstrinu meðan hann gaf tiu mánaða gömlum tvíburadætrum sínum pela á heimili sínu í Bulwell, Nottingham. Í fyrstu sá Shane einungis það sem virtist vera óvenjulegt mynstur en þegar hann rýndi betur í mynstureiningarnar sá hann hvers eðlis var; að samfestingur 10 mánaða gamallrar dóttur hans var skreytt með reðurteikningum.

 

 

article-0-1FA2AC4500000578-644_634x726

 

 

Við nánari athugun reyndust samfestingar systranna vera skreyttar fjölbreytilegum reðurteikningum sem þöktu skálmar, ermar og bak klæðanna. Shane og kona hans Carla, sem bæði eru 24 ára eru öskureið yfir hönnunargallanum og

 

Fyrst héldum við að um villu í prenti hefði verið að ræða, en þegar betur var að gáð, sáum við að samfestingar dætranna voru þaktir í örsmáum reðurmyndum. Við fylltumst bara viðbjóði og reiði því fatnaður með reðurmynstri er ekki eitthvað sem þú velur fyrir ungabörn. 

 

Talsmaður Next keðjunnar sagði að fatnaðurinn hefði verið tekinn úr sölu eftir að önnur keimlík kvörtun hafði borist frá öðrum viðskiptavina, en sagði einnig að um leið mistök í prentun hefði verið að ræða og að hann væri sannfærður um að fatnaðurinn hefði aldrei átt að bera neina tilvísun í kynfæri.

 

article-2691516-1FA2ABE700000578-578_306x423 

 

Í opinberri yfirlýsingu sem verslunarkeðjan sendi frá sér segir:

 

Við erum algerlega miður okkar yfir þessum skelfilegum mistökum sem birtust á samfestingum barna. Hin dónalega tilvísun sem endaði á því að líta út eins og reður byrjaði sem peysa á hvolfi með slaufu um hálsinn og smávægilegri hettu (sem átti að hanga á snúru) en prentarinn hefur því miður ofureinfaldað mynstrið, sem kom svona skelfilega út. 

Þetta er saklaus villa sem enginn greindi í gegnum gæðaeftirlitið, en þar sem prentvillan gerir fatnaðinn óboðlegan börnum höfum við ákveðið að taka samfestingana úr sölu. Við getum hvorki boðið foreldrum né börnum upp á þessa villu.

 

SHARE