Undanfarið hefur verið áberandi í fjölmiðlum málefni þar sem réttur barna er hunsaður.
Bæði eru það foreldrar og barnavernd sem hafa verið til umræðu sem aðilar sem brjóta á réttindum barna.
Þar sem ég hef starfað sem fagaðili með börnum og fullorðnum hefur þetta vakið athygli mína. Ég hef unnið í samstarfi við barnavernd og þar hef ég einungis átt í góðu samstarfi ég hef líka átt í samstarfi við foreldra og mín reynsla er sú að flestir foreldrar vilja það sem börnum sínum fyrir bestu.
En því miður eru alltaf til undantekningar og að mínu mati á það aldrei að viðgangast að brotið sé á réttindum barna.
Ég kíkti á barnasáttmálan og þar er alveg skýrt að börn eru hópur sem á að njóta sérstakrar verndar umfram þeirra fullorðnu og börn hafa rödd, sem þýðir að okkur ber að hlusta á óskir barna.
Hagsmunir barna skulu ávalt vera í fyrirrúmi og koma á undan hagsmunum fullorðina.
ég set hér link inn á umboðsmann barna og hvet alla til að kynna sér þennan sáttmála, hvort sem þú ert fagaðili eða foreldri.
Jafnframt á að fræða börn um barnasáttmálan og þau réttindi sem börn hafa, kenna þeim að hafa rödd.
https://www.barn.is/barnasattmalinn/kynning-a-barnasattmalanum/
Barnasáttmálin er settur fram í máli og myndum hjá umboðsmanni barna og því auðvelt að fræða börn um sín réttindi.
Sjá einnig:Magaverkir barna eru oft kvíði
Því miður er alltof algengt að foreldrar barna verði ósætt eftir slit á samvistum og/eða þegar nýr maki kemur til sögunar og þessi ósætti bitna því miður oft á börnunum sem verða fyrir mikilli tilfinningalegri vanlíðan vegna hegðunar foreldra.
Kristín fæddist á nunnuspítala og var skírð á flugvelli í henni Ameríku.
Hún er gift og á þrjú börn og eitt barnabarn. Hún hefur að mestum hlut unnið við að efla fólk og hefur menntað sig á því sviði. Ásamt því að skrifa á hun.is vinnur hún sjálfstætt sem meðferðaraðili.
Elskar að lesa, skrifa og mála en útivist og andleg málefni heilla hana.
Hún skrifar út frá eigin reynslu, faglegu nótunum og kaldhæðnislega um upplifun sína af breytingarskeiði miðaldra kvenna. Með hækkandi aldri hefur hún lært að létta sér lífið sem húsmóðir og gera mat á einfaldan hátt en alveg afbragðsgóðan svo frá henni má sjá uppskriftir að ýmsu góðgæti.
Hennar mottó er jákvæðni út í kosmósið því hún hefur lært af lífinu að jákvæðni kemur manni ansi langt!