Barnfóstra beitti soninn harðræði – Mamman hafði slæma tilfinningu – Myndband

Rowena og Jack Churchland tóku í laumi myndband af barnfóstru sinni þegar hún var að sjá um 18 mánaða gamlan son þeirra.

Þegar þau settust niður til að horfa á upptökuna áttu þau ekkert endilega von á að sjá neitt merkilegt þannig séð. Þau höfðu sett myndavélina upp, sem varúðarráðstöfun, því Rowena hafði ekki verið hrifin af því að fá barnfóstru fyrir soninn, en hafði gert það til að geta farið til vinnu einu sinni í viku í fjölskyldufyrirtækinu. 

Þau höfðu sett myndavélina upp, sem varúðarráðstöfun

Rowenna churchland grab 12.jpg

Í næstum því klukkustund var litli drengurinn, Olly, eirðarlaus í rimlarúminu sínu, þegar hann átti að vera að taka hádegisblundinn sinn, en hann fékk engin huggunarorð eða blíðuhót.

Hún tók hann upp og skellti honum niður í rúmið þannig að hann rak höfuðið í

Þess í stað tók barnfóstran, þegjandi, á drengnum, tók hann upp og skellti honum niður í rúmið þannig að hann rak höfuðið í. Að auki rassskellti hún hann svo þrisvar sinnum.

Foreldrar drengsins fengu skiljanlega áfall og trúðu varla eigin augum, konan sem hafði litið eftir litla drengnum í 15 mánuði missti stjórn á skapi sínu við drenginn þeirra. Þau fóru með myndbandið til lögreglunnar og barnfóstran var handtekin og kærð fyrir grimmd gegn barni undir 16 ára aldri.

„Það var farið illa með barnið okkar og það eina sem við virðumst geta gert“

Fyrir rétti viðurkenndi barnfóstran að hafa beitt barnið ofbeldi en kviðdómur sýknaði hana samt sem áður og hún fékk bara að fara. Rowena þarf samt að hitta konuna nánast á hverjum degi því börn þeirra ganga í sama skóla: „Að sjá hana á hverjum degi, rifjar þetta allt upp fyrir mér aftur. Okkur Jack finnst við vera gjörsamlega vanmáttug. Það var farið illa með barnið okkar og það eina sem við virðumst geta gert, er að sætta okkur við það og halda áfram,“ segir Rowena.

 

Rowena vill segja sína sögu til þess að vara aðra foreldra við. Hún segir að þegar barnfóstran hafi verið ráðin hafi allt litið mjög vel út til að byrja með. Svo hafi hún farið að standa hana að allskyns litlum lygum. Rowena segist einu sinni hafa séð barnfóstruna fara inn í matvöruverslun þegar hún átti að vera að gæta litla drengsins en hún neitaði fyrir það þegar hún var spurð að því.

Drengurinn var skilinn eftir á bakvið hús í töluverðan tíma

Rowena fékk líka símtal frá nágrannakonu sinni meðan hún var í vinnunni, en nágrannakonan sagði að litli drengurinn hefði verið skilinn eftir á bakvið hús í töluverðan tíma og var farin að hafa áhyggjur. Barnfóstran neitaði því líka.

Það var svo móðir Rowena sem sannfærði hana um að setja upp myndavélina en hún hafði svo sterkt á tilfinningunni að barnfóstran væri ekki öll þar sem hún væri séð og myndavélin var sett upp með fyrrgreindum niðurstöðum.

 

Heimildir: Daily Mail

SHARE