Nýfætt barn fannst í klóakröri síðastliðinn sunnudag eins og við greindum frá hér. Barnið er á spítala þar sem því er hjúkrað og unnið er að því að koma því til heilsu aftur.
Ungbarnið heyrðist gráta og íbúi hússins áttaði sig á því að gráturinn kom frá klóakröri sem staðsett var beint fyrir neðan almenningsklósettið. Slökkviliðsmenn tóku rörið niður og strax var farið að vinna í því að ná barninu úr rörinu.
Barnið er kallað “Barn númer 59” og er drengur. Barnið var í slæmu ástandi þegar það komst á spítala og hafði hlotið höfuðkúpubrot. Barninu líður betur í dag og unnið er að því að hlúa að drengnum og starfsfólk spítalans segir að hann sé í stöðugu ástandi eins og er.
Móðir barnsins er fundin og er talin vera með barninu á spítalanum. Móðirin er 22 ára, einlheyp og hjúkrunarkona á spítalanum segir í viðtali að ekki sé vitað af hverju hún yfirgaf barnið.
Fólk hefur komið úr öllum áttum og boðið fram hjálp sína, gefið bleyjur, föt, mjólk og boðist til að ættleiða barnið. Samkvæmt fréttum frá Kína var naflastrengurinn enn fastur við barnið þegar því var bjargað. Atvikið hefur vakið mikla reiði út um allan heim eftir að tveggja tíma björgunaraðgerðin birtist á netinu.
Barnið ekki talið hafa fæðst í byggingunni.
Barnið er ekki talið hafa fæðst á klósettinu þar sem því var sturtað niður þar sem ekkert blóð var sjáanleg og ekki er talið að móðirin hafi íbúi í húsinu.
Barnið var í kremju inn í rörinu með hendurnar fastar og þegar hann losnaði frá þröngu rörinu gaf hann frá sér hljóð, grátur, læknum til mikils léttis. Augu hans, andlit og líkami var þakinn í skít úr rörinu.
Það er ekki óalgengt að heyra af börnum sem eru yfirgefin í Kína stuttu eftir fæðingu. Þetta vandamál skapast oft vegna þess að þær vissu ekki af óléttunni, einnig þegar þær fæða stelpu sem ekki eru velkomnar, drengir eru metnir verðmætari. Einnig spilar oft inn í strangar reglur kínverja, þar sem þær reglur eru oft settar að konur fá bara að eignast eitt barn. Það er því oft mikill þrýstingur á konur að fara í fóstureyðingu eða losa sig við barnið eftir fæðingu.
Það er ekki ljóst hvernig barnið endaði í klósettinu/klóakrörinu en áður hefur verið greint frá tilfellum þar sem móðir fæðir barnið yfir klósettinu og missir það niður sem oft stafar af mikilli fátækt og bágum fæðingaraðstöðum. Lögregluyfirvöld segjast vera að rannsaka málið sem tilraun til manndráps.