Þegar Ardi var aðeins tveggja ára gamall komst hann í heimsfréttirnar fyrir að vera drengurinn sem reykti 40 sígarettur á dag. Í kjölfarið á því var farið með unga drenginn í ítarlega læknisskoðun þar sem markmiðið var að reyna að láta hann hætta að reykja smátt og smátt. Eftir að hann varð fimm ára gamall hefur fjölskyldan þurft að hafa mikið fyrir því að berjast við matarfíkn hans, því eftir að hann hætti að reykja tók önnur stórhættuleg fíkn við.
Sjá einnig: Matarfíkn er sjúkdómur
Foreldrar hans og í raun varð Indónesía öll gagnrýnd fyrir að börn væru að reykja yfir höfuð og varð það til þess að komið var á lögum, þar sem börnum var bannað að reykja og reynt að láta öll börn með slíka ávana hætta.
Drengurinn var kominn í mikla yfirþyngd, en sem betur fer er hann viljasterkur og náði að komast yfir fíknina á mat líka. Í dag er hann heilbrigður og hamingjusamur unglingsdrengur.
Sjá einnig: 10 furðulegustu fíknir í heimi
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.