Baulað á Kylie og Kendall á sviði

Systurnar Kendall Jenner (19) og Kylie Jenner (17) komu á svið á Billboard tónlistarverðlaununum til að kynna lokaatriði mágs síns Kanye West (37). Þær fengu heldur óblíðar móttökur áhorfenda sem bauluðu á stúlkurnar tvær.

Systurnar litu óaðfinnanlega út að vanda og komu fullar sjálfstrausts á svið. Þær töluðu rosalega fallega um Kanye og kalla hann fyrirmynd, bróður og vin og láta eins og þær kippi sér ekki upp við baulið í áhorfendum.

https://youtu.be/PQzJ9YJ0U1E

SHARE