Á heimasíðunni Allskonar er að finna mjög margar góðar uppskriftir og við rákumst á þessa þarna inni.
Það er svakalega fljótlegt að búa til gott chilli úr grænmeti og í þessa uppskrift getur þú notað þær baunir sem þér finnast bestar; kjúklingabaunir, nýrnabaunir, pintobaunir, svartaugabaunir eða hvað sem þig langar í. Ég notaði niðursoðnar svartar baunir. Ef þú ætlar að elda úr þurrkuðum baunum þá þarftu að leggja þær í bleyti um morguninn og sjóða áður en þú ferð að elda þennan rétt.
Baunachilli fyrir 4
- 2 msk olía
- 1 laukur, fínsaxaður
- 3 hvítlauksrif, marin
- 1 rautt chili, fræhreinsað og fínsaxað
- 2 tsk cumin fræ
- 1 tsk kakóduft
- 1 tsk salt
- 2 msk tómatpúrra
- 1 meðalstór sæt kartafla
- 1 græn paprika
- 150 gr snjóbaunir, ferskar
- 300ml vatn
- 1 teningur grænmetissoð
- 1 dós niðursoðnir tómatar
- 1 msk Worchestershire sósa
- 2 msk hlynsýróp
- 1 dós svartbaunir
- salt
- –
- sýrður rjómi + avocado
Undirbúningur: 10 mínútur
Eldunartími: 40 mínútur
Hitaðu olíuna í stórum potti og steiktu laukinn á meðal hita í um 5 mínútur. Bættu þá við hvítlauknum, chiliinu, cuminfræjum, kakódufti og salti. Steiktu kryddin í um 1 mínútu eða þar til allt fer að ilma. Hrærðu þá tómatpúrrunni út í og steiktu í 30 sekúndur. Bættu nú við kartöflunum, paprikunni og snjóbaununum og hrærðu öllu vel saman. Helltu nú vatni í pottinn og þegar byrjar að sjóða seturðu grænmetiskraftinn út í og niðursoðnu tómatana ásamt worchestershire sósunni. Láttu suðuna koma upp, lækkaðu hitann undir þannig að rétt malli og láttu sjóða rólega með loki á í um 30 mínútur eða þar til kartöflubitarnir eru mjúkir.
Hrærðu núna hlynsýrópinu og baununum saman við og smakkaðu til með salti. Láttu sjóða í 2-3 mínútur.
Berðu fram með sýrðum rjóma og avocado sneiðum, það er líka mjög gott að saxa smá ferskan kóríander yfir.
Endilega smellið einu like-i á
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.