Árið sem er að líða verður óneitanlega alltaf ár skeggprúðra í minnum manna. Brúskuð, voldug og villt skegg sem vaxa ǵrimmt á vöngum karla á öllum aldursskeiðum. Skeggsíður hafa sprottið upp eins og gorkúlur, tískuþættir eru sneisafullir af skeggjuðum körlum og meira að segja HÛN hefur tekið á trendinu.
En nú virðist allt um þverbak ætla að keyra. Jólakúlur sem ætlaðar eru á skegg karla eru komnar á markað og það sem meira er, þær eru svo vinsælar að upplag framleiðanda er á þrotum og meira magn hefur verið pantað.
.
.
Það er bresk auglýsingastofa sem á heiðurinn að hugmyndinni – Beard Baubles, eins og þær nefnast – en skeggjuðu kúlurnar eru sagðar tilvaldar fyrir alla þá karlmenn sem vilja bæta örlítið í á lokasprettinum og virkilega umfaðma aðventuna.
.
.
Viðskiptavinir spanna nær allar heimsálfur og hafa starfsmenn hinnar bresku auglýsingastofu vart haft undan að hlaupa á pósthúsið en dýrðin kostar tæpa átta dollara (1000 ISK) að sendingarkostnaði undanskildum.
.
.
Hver pakki inniheldur 14 marglitar jólakúlur til að hengja í skeggið; tíu stórar og fjórar litlar.
.
.
Upprunalega ætlaði auglýsingastofan jólakúlunum að þjóna tilgangi jólakorts í ár, en vinsældirnar urðu slíkar að allt ætlar um koll að keyra og sáu starfsmenn stofunnar sér ekki annað fært en að bæta hressilega í og panta í stóru upplagi.
.
En trendið nær ekki bara til karla, því hundaeigendur hafa verið óðir í jólakúlurnar og panta grimmt fyrir gæludýrin, hvernig svo sem dýrunum sjálfum á eftir að lítast á skreytingarnar.
.
.
Undir öllu glensinu ríkir þó öllu meiri alvara, því söluágóðinn mun renna til styrktar baráttunni gegn húðkrabba sem nefnist Melanoma, en það er sérstök gerð húðkrabba sem birtist í gegnum litafrumur húðarinnar – jólakúlunum er því ætlað það tvíþætta hlutverk að vekja máls á þessari gerð húðkrabba annars vegar og að hvetja karlmenn til að láta sér vaxa myndarlegt skegg í desember.
Allar upplýsingar um jólakúlurnar, sem í augnablikinu eru uppseldar, má nálgast HÊR
Tengdar greinar:
LUMBERSEXUAL: Fúlskeggjuð kyntröll sem gneista af karlmennsku
Nýjasta æðið: Brúskuð og blómum skrýdd alskegg karla
Karlmenn farðaðir í fyrsta sinn – Myndband
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.