BeardBaubles: Alvöru karlmenn setja jólakúlur í skeggin í ár!

Árið sem er að líða verður óneitanlega alltaf ár skeggprúðra í minnum manna. Brúskuð, voldug og villt skegg sem vaxa ǵrimmt á vöngum karla á öllum aldursskeiðum. Skeggsíður hafa sprottið upp eins og gorkúlur, tískuþættir eru sneisafullir af skeggjuðum körlum og meira að segja HÛN hefur tekið á trendinu.

En nú virðist allt um þverbak ætla að keyra. Jólakúlur sem ætlaðar eru á skegg karla eru komnar á markað og það sem meira er, þær eru svo vinsælar að upplag framleiðanda er á þrotum og meira magn hefur verið pantað.

.

205484-5808b896d288483ba742ebbe3c2fa711

.

Það er bresk auglýsingastofa sem á heiðurinn að hugmyndinni – Beard Baubles, eins og þær nefnast – en skeggjuðu kúlurnar eru sagðar tilvaldar fyrir alla þá karlmenn sem vilja bæta örlítið í á lokasprettinum og virkilega umfaðma aðventuna.

.

205484-3f4f4b457bf94ee4a6b9274afbcd3384

.

Viðskiptavinir spanna nær allar heimsálfur og hafa starfsmenn hinnar bresku auglýsingastofu vart haft undan að hlaupa á pósthúsið en dýrðin kostar tæpa átta dollara (1000 ISK) að sendingarkostnaði undanskildum.

.

205484-30bd8de112ee4389ae7a9b4ca904b5aa

.

Hver pakki inniheldur 14 marglitar jólakúlur til að hengja í skeggið; tíu stórar og fjórar litlar.

.

205484-302a415691be4ab1b9e90beafe34d9e5

.

Upprunalega ætlaði auglýsingastofan jólakúlunum að þjóna tilgangi jólakorts í ár, en vinsældirnar urðu slíkar að allt ætlar um koll að keyra og sáu starfsmenn stofunnar sér ekki annað fært en að bæta hressilega í og panta í stóru upplagi.

.

205484-3ca8a5a4926f47b98bd1b80333b415c7

 

En trendið nær ekki bara til karla, því hundaeigendur hafa verið óðir í jólakúlurnar og panta grimmt fyrir gæludýrin, hvernig svo sem dýrunum sjálfum á eftir að lítast á skreytingarnar.

.

205484-0fe15aa18b8f43148a979b60c974ac8e

.

Undir öllu glensinu ríkir þó öllu meiri alvara, því söluágóðinn mun renna til styrktar baráttunni gegn húðkrabba sem nefnist Melanoma, en það er sérstök gerð húðkrabba sem birtist í gegnum litafrumur húðarinnar – jólakúlunum er því ætlað það tvíþætta hlutverk að vekja máls á þessari gerð húðkrabba annars vegar og að hvetja karlmenn til að láta sér vaxa myndarlegt skegg í desember.

 Allar upplýsingar um jólakúlurnar, sem í augnablikinu eru uppseldar, má nálgast HÊR

Tengdar greinar:

LUMBERSEXUAL: Fúlskeggjuð kyntröll sem gneista af karlmennsku

Nýjasta æðið: Brúskuð og blómum skrýdd alskegg karla

Karlmenn farðaðir í fyrsta sinn – Myndband

SHARE