Beikon fiskur með kaldri piparsósu

Hér er á ferðinni einn besti fiskréttur sem ég hef smakkað og auðvitað er þessi réttur frá Röggu mágkonu, úr litlu matreiðslubókinni hennar Rögguréttir.

Hráefni:

600-800 gr ýsa
ca. 3 dl soðin hrísgrjón
3 dl köld piparsósa ( t.d frá Einar Finns eða Gunnars)
1-2 bréf beikon
Rifinn ostur
Aromat krydd
Salt og pipar

Aðferð:

Hrísgrjón soðin samkvæmt leiðbeiningum á pakka, þau svo sett í botninn á eldföstu móti. Ýsan skorinn í bita, krydduð með aromat, salt og pipar og bitunum raðað yfir hrísgrjónin.

Piparsósunni hellt yfir fiskinn. beikonið steikt og svo yfir sósuna. Rifnum osti dreift yfir og allt hitað í ofni við 180° í 30 mínútur.

Gott að hafa fersk salat með.

 

SHARE