Þar sem Beikon kemur við sögu er nokkuð skothelt að það sé gott.
Þessi ídýfa er geggjuð með snakki eða bara á brauð!
Uppskrift:
340 gr beikon
450 gr sýrður rjómi
225 gr rjómaostur, við stofuhita
225 gr cheddar ostur, rifinn
1/3 bolli skarlottulaukur, saxaður
Aðferð:
Beikon steikt og mulið í litla bita.
Hitið ofninn á 200 gráður. Blandið öllu hráefninu saman í skál setjið svo í eldfast mót. Bakið þar til ídýfan farin að brúnast, um það bil 30 mín.
Sjá meira: Svakaleg beikonbaka sem þú bara verður að prófa
Svo er bara að njóta, er einstaklega gott með fiskréttum og pastaréttum.
Þessi Dásemd kemur frá henni Röggu mágkonu úr bókinni hennar eldað af ást.
Kristín fæddist á nunnuspítala og var skírð á flugvelli í henni Ameríku.
Hún er gift og á þrjú börn og eitt barnabarn. Hún hefur að mestum hlut unnið við að efla fólk og hefur menntað sig á því sviði. Ásamt því að skrifa á hun.is vinnur hún sjálfstætt sem meðferðaraðili.
Elskar að lesa, skrifa og mála en útivist og andleg málefni heilla hana.
Hún skrifar út frá eigin reynslu, faglegu nótunum og kaldhæðnislega um upplifun sína af breytingarskeiði miðaldra kvenna. Með hækkandi aldri hefur hún lært að létta sér lífið sem húsmóðir og gera mat á einfaldan hátt en alveg afbragðsgóðan svo frá henni má sjá uppskriftir að ýmsu góðgæti.
Hennar mottó er jákvæðni út í kosmósið því hún hefur lært af lífinu að jákvæðni kemur manni ansi langt!