Beikon ídýfa

Þar sem Beikon kemur við sögu er nokkuð skothelt að það sé gott.

Þessi ídýfa er geggjuð með snakki eða bara á brauð!

Uppskrift:

340 gr beikon

450 gr sýrður rjómi

225 gr rjómaostur, við stofuhita

225 gr cheddar ostur, rifinn

1/3 bolli skarlottulaukur, saxaður

Aðferð:

Beikon steikt og mulið í litla bita.

Hitið  ofninn á 200 gráður. Blandið öllu hráefninu saman í skál setjið svo í eldfast mót. Bakið þar til ídýfan farin að brúnast, um það bil 30 mín.

Sjá meira: Svakaleg beikonbaka sem þú bara verður að prófa

Svo er bara að njóta, er einstaklega gott með fiskréttum og pastaréttum.

Þessi Dásemd kemur frá henni Röggu mágkonu úr bókinni hennar eldað af ást.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here