Ben sagði frá öllum sínum hliðarsporum

Ben Affleck grét á meðan hann leysti úr skjóðunni í tvo klukkutíma á fjölskyldufundi, með Jennifer Garner, á meðferðarstöðinni sem hann er á núna.

Ben, sat eldrauður í framan og sagði Jennifer frá öllum hliðarsporum sínum. Hann sagði henni frá því þegar hann hélt við barnfóstruna þeirra Christine Ouzounian og öllum öðrum konum sem hann hefur haldið við. Þetta gerði Ben til að geta verið með hreinan skjöld gagnvart Jennifer til að auðvelda öll samskipti vegna barnanna.

Heimildarmaður RadarOnline sagði:

„Þetta er bara seinasti dapurlegi kaflinn í edrúmennskusögu Ben. Honum fannst þetta virkilega erfitt og þetta hjálpaði honum ekki neitt.“

Börn þeirra Ben og Jennifer hafa komið og hitt pabba sinn á meðferðarstöðinni og eru þau öll í fjölskyldumeðferð. Þrátt fyrir erfiðleikana er Ben tilbúinn að vinna þessa vinnu. Þau grétu bæði á seinasta fundi en það virtist samt léttara yfir þeim þegar fundinum lauk.

 

SHARE