Frumsýningum á kvikmyndum fylgja oftast nær rauður dregill og glæsilegir kjólar. Í síðustu viku fór fram frumsýning á Noah í París þar sem stórleikkonurnar Jennifer Connelly og Emma Watson klæddust Louis Vuitton og Ralph Lauren.
Kvikmyndin the Other Woman var frumsýnd í Bretlandi og Amsterdam í síðastliðinni viku en á bresku frumsýningunni klæddist módelið og leikkonan Kate Upton kjól í anda Marilyn Monroe.
Fleiri stjörnur líkt og Cameron Diaz, Kate Hudson og Dianna Agron prýða einnig listann yfir best klæddu stjörnur síðustu viku.
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.