Ef þú ætlar að grilla í kvöld myndi ég hafa þessa sósu með . Búin til uppfrá grunni og lætur allt smakkast betur. Fékk þessa frá Ljúfmeti.com
BERNAISE SÓSA
- 350 g smjör
- 4 eggjarauður
- 2 msk hvítvínsedik
- 1/2 msk sterkt sinnep
- karrý á hnífsoddi
- cayenne pipar á hnífsoddi
- 1/4 nautakraftskubbur
- 1/2 msk þurrkað estragon
- Sjávarsalt og nýmalaður pipar
Bræðið smjörið í potti við vægan hita. Setjið eggjarauðurnar í pott ásamt ediki, sinnepi, karrý og cayenne pipar og þeytið vel yfir vatnsbaði þar til að blandan verður ljós og létt. Gætið þess að eggjarauðurnar hlaupi ekki. Leggið pottinn á vinnuborðið og hellið smjörinu smám saman við og hrærið vel á milli. Þegar 1/3 af smjörinu er kominn saman við blönduna er kjötkraftskubbi og estragoni bætt við og síðan haldið áfram að bæta smjörinu smám saman við þar til að það er uppurið. Kryddið til með salti og pipar.