Bestu kjötbollur í heimi

Ég hef gert þessa uppskrift í mörg ár. Fann hana í bók frá “Kokknum án klæða” Jamie Oliver og grátbiðja fjölskyldumeðlimir mig um að hafa “Jamie Oliver kjötbollur” í matinn, reglulega. Við reynum að hafa hlutina glútenlausa á þessu heimili þannig að fyrsta sem við gerum er að skella okkur í Bónus og kaupa glúten laust pasta og brauð.

Uppskrift:

Kjötbollurnar

  • 1 pakki af nautahakki
  • 2 stk brauðsneiðar. ( Þarf ekki að vera glútenlausar)
  • 2 msk Oregano
  • 1/2 tsk cummin
  • 1/2 tsk Chillipipar eða Cyannepipar
  • 1 msk ferskt rósmarín (má vera þurrkað)
  • 1 eggjarauða
  • 4 msk olífuolía
  • 2 lúkur fersk basalika
  • 1 msk dijon sinnep
  • salt og pipar

Sósan

  • 2 dósir af niðursoðnum krömdum tómötum
  • 1 stk hvítlauksrif
  • 5 msk Olífuolía
  • 1 lúka Basilika
  • 2 tsk Oregano
  • salt og pipar
  • Tagliatelli pasta ( þarf ekki að vera glútenlaust)
  • Mosarella ostur (Kúla)
  • Parmasean ostur

Aðferð:

  • Setjið allt þurrefnið sem fara í kjötbollurnar í matvinnsluvél og tætið.
  • Bætið svo nautahakkinu, eggjarauðunni, dijonsinnep og olífuolíunni við og tætið vel saman.
  • Þrífið ykkur vel um hendurnar og búið til litlar bollur í lofanum sem þið svo steikið á pönnu með nóg af olíu á.
  • Skolið skálina út matvinnsluvélinni og bætið öllu því sem á að vera í sósunni í skálin og tætið og blandið vel saman.
  • Þegar sósan er tilbúin setjið þá kjötbollurnar í eldfastmót og hellið sósunni yfir. Skerið þá Mosarella kúluna í þunnar sneiðar og leggið yfir kjötbollurnar. Setjið svo í ofn á c.a. 170 gráður í um 5-10 min eða þar til Mosarellaostur bráðnar yfir kjötbollurnar.
  • Á meðan þið bíðð eftir kjötbollunum sjóðið Taglitelli pasta. Mér finnst best að setja vatn í pott og ná suðinnu upp og setja vel af salti í vatnið. Setja svo pastað í sjóðandi vatnið og sjóða í c.a. 10 min. (stendur of á pakkningunni). Drena svo vatnið frá pastanum, skellua smá olífuolía á það og strá svo smá salti og pipari yfir og planda saman.
  • Því miður vorum við svo gráðug að við gleymdum að taka mynd af réttinum tilbúnum á disknum. En fyrst set ég pasta á disk og helli svo kjötbollunum með sósunni og ostinum yfir pasta. Svo er náttúrlega alltaf gott að hafa Parmasean ost við hendina og rífa yfir.
SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here