
Ég hef alltaf gaman að því að sjá titla á þáttum og bíómyndum þýddar á skemmtilegan hátt. Mér finnst ótrúlega margar myndir fá heitið „Í skjóli nætur“ eða „Á bláþræði“ en það getur vel verið að það sé einhver ímyndun í mér.
Stundum þegar ég sé skemmtilegar þýðingar þá skrifa ég þær niður og mig langaði að deila nokkrum af þeim með ykkur:
- Ástin grípur unglinginn – The Secret Life of the American Teenager
- Bana Billa – Kill Bill 2
- Tveir á toppnum – Leathal Weapon
- Í heljargreipum – Butterfly on a Wheel
- Klók eru kvennaráð – Ladies and the Champ
- Spurt og sprellað – Buzz and Tell
- Enginn má við mörgum – Outnumbered
- Ökufantar í Tókýó – The Fast and the Furious: Tokyo Drift
- Undrabarnið – August Rush
- Logngára – A Subtle Movement of Air
- Fræknir ferðalangar – Wild Thornberries
- Friðarspillirinn – A Room For Romeo Brass
Svo er það náttúrulega alltaf flott þegar Mother fucker er þýtt sem asnakjálki eða melur. Líka þegar F**k you er þýtt sem „farðu norður og niður“.

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.