Betty Toblerone brúnka

Ef ykkur vantar fljótlega og frábærlega góða uppskrift af „brownie“ köku er þessi samsetning málið! Hún kemur úr smiðju Gotterís og gersema 

Betty Toblerone brúnka

  • 2 x Betty Crocker Chocolate Fudge mix að viðbættum þeim hráefnum samkvæmt uppskrift á pakka
  • 100 gr brætt suðusúkkulaði
  • 200 gr gróft saxað Toblerone

Aðferð

  1. Útbúið tvöfalda uppskrift af kökumixi samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
  2. Bætið bræddu suðusúkkulaði saman við og blandið létt.
  3. Vefjið söxuðu Toblerone saman við í lokin og hellið í skúffukökuform klætt bökunarpappír (c.a 20 x 30 cm).
  4. Kælið, lyftið upp úr forminu, stráið flórsykri yfir til skrauts og skerið í bita.

 

Splæsið endilega í eitt like á Gotterí og Gersemar á  Facebook

SHARE