Beyoncé glæst á sviði Grammy og fór heim með þrenn verðlaun

Beyoncé kann að hafa lotið í lægra haldi fyrir tónlistarmanninum Beck á Grammy verðlaunahátiðinni sem fram fór í gærkvöldi, en hún gjörsigraði sviðið með gullfallegum flutningi á sálnaballöðunni Take My Hand, Precious Lord.

Gospellagið, sem má heyra í þekkri kvikmynd um Martin Luther King Jr var að sögn eitt uppáhaldslag mannréttindafrömuðarins í lifanda lífi og mun eitt fegursta lag veraldar að mati Beyoncé sjálfrar.

Þannig var Beyoncé klædd í hvítan kjól á sviði og söng lagið áður en hún kynnti inn þá Common og John Legend sem sungu lagið Glory úr kvikmyndinni Selma.

Ljóslega mátti sjá hversu snortin sjálf Beyncé var við flutninginn, en söngkonan fór heim með þrjú Grammy verðlaun – þar af fyrir besta R & B flutninginn á laginu Drunk In Love, en fyrir lagði sjálft hlutu þau Jay Z tvenn verðlaun. Þess má geta að Beyoncé tróð einnig upp á Grammy verðlaunahátíðinni í fyrra ásamt eiginmanni sínum og tóku þau R & B smellinn Drunk In Love á sviði, sem hlaut tvenn verðlaun í ár.

Flutningur Beyoncé var þó á öllu trúarlegri nótum í ár – en hér má sjá stutt myndbrot sem söngkonan birti sjálf, þar sem hún útskýrir hvers vegna gospelsálmurinn varð fyrir valinu. Þá að stórbrotinni frammistöðu Beyoncé á sviði Grammy’s í gærkvöldi en þó myndgæði séu í lakari kantinum fer ekki á milli mála hversu guðdómlegur flutningurinn hefur verið:

http://youtu.be/xGqIe3KvI0c

Tengdar greinar:

Grammys: Kjólarnir í ár

Dregur vinkonuna á hárinu – Voru í partý eftir Grammy verðlaunin – Myndband

Sam Smith með nýja jólaballöðu – hátíðleg og falleg

 

 

SHARE