„Beyoncé laug, mamma! Hún LAUG að mér!”

Þessi örvinglaði unglingur sem er búsettur í Bandaríkjunum undirgekkst svæfingu fyrir stuttu í þeim tilgangi að láta draga úr sér vísdómstönnina og vaknaði brjálaður upp, yfirbugaður af vonbrigðum vegna þess að Beyoncé var ekki á staðnum til að hlúa að honum meðan áhrif svæfingarinnar liðu hjá ….

… getum við ekki flest tengt við reynsluna?

„Hvar er Beyoncé, mamma? Hún sagði mér að hún yrði hérna!” grætur vesalings drengurinn með munninn fullan af bómull meðan móðir hans tekur allt upp á filmu.

Hinn 17 ára gamli Lanphee mun sennilega aldrei fyrirgefa móður sinni fyrir að taka allt upp á símann og hlaða í framhaldinu upp á YouTube. En hér er sketsinn og megi Guð vera þeim táningum náðugur sem eiga svona „sniðuga” foreldra:

SHARE