Beyoncé og Blue Ivy fáránlega flottar á Halloween

Beyoncé kann að vera heimsfræg og gífurlega virt, en jafnvel drottning popptónlistarinnar fer ekki í grafgötur með aðdáun sína á Jackson og klæddist þannig upp sem Janet Jackson á sjálfa Hrekkjavöku sem var í gær, þann 31 október.

Fjölskyldan var stödd í New York til að fagna hátíðarhöldum og voru þær mæðgur uppáklæddar þegar Beyoncé mætti til viðburðar á útvarpsstöðinni Power 105.1 í New York til að kynna tónlist sína. Uppátæki Bey og Blue Ivy vakti talsverða athygli, en sjálf var Blue Ivy uppáklædd sem Michael Jackson:

 

Sjálf var Beyoncé klædd eins og Janet, systir Michael, í myndandinu við smellinn Rythm Nation en Blue valdi að heiðra útlit Michael Jackson með fullkominni afsteypu af rauða og gyllta jakkanum sem poppgoðið klæddist á American Music Awards árið 1984; allt frá svörtu sólgleraugunum til hvítu sokkana. Ekkert smáatriði fór hjá þeim mæðgum sem þóttu fullkomin afsteypa af einum frægustu systkinum tónlistarsögunnar.

Sprell, kátína og gleði virðist hafa einkennt hátíðarhöld fjölskyldunnar á Halloween en á Instagram reikning Beyoncé mátti einnig sjá þessa fáránlega fyndnu ljósmynd, þar sem tvö ungabörn feta í fótspor Carter hjónanna við hlið Monu Lisu á Louvre listasafninu í París, en þar lá leið þeirra nýverið til að njóta listar og menningar á fríi þeirra í borginni.

Óvíst er hver tók myndina, en fyndin er hún!

 

SHARE