Beyoncé er engum öðrum lík, en til að fagna eins árs útgáfu sjálftitlaðrar breiðskífu sinnar, gefur söngkonan nú út stuttmyndina Yours and Mine þar sem heyra má hana sjálfa fara með einlæga, skarpa og flugbeitta einræðu um eigið líf.
Ég vildi stundum óska að ég gæti verið nafnlaus, að ég gæti gengið niður götu óáreitt eins og allir aðrir. Áður en ég varð fræg var ég bara stelpan á hæðinni með gítarinn … en þegar ég varð fræg varð mér ómögulegt að gera einföldustu hluti og það held ég að sé einna erfiðast að sleppa tökunum á.
Beyoncé ræðir þarna hversu erfitt það er að vernda eigið einkalíf þegar kviknar á kastljósum og segir að almenningur kasti eign sinni á fólk sem öðlast frægð:
En móðir mín kenndi mér að vera sterk. Að leika ekki fórnarlamb. Hún kenndi mér að gera mér aldrei upp afsakanir og að ætlast aldrei til þess að nokkur annar sjái mér fyrir því sem ég veit að ég get orðið mér úti um sjálf.
Merkileg stuttmynd þar sem Beyoncé svarar meðal annars með eigin orðum fyrir hversu dýrmætt hjónabandið er í hennar augum og einnig hversu mikilvægt það er að deila velgengni, sorgum og sigrum með maka sínum gegnum lífið.
Við þurfum öll á annarri manneskju að halda. Við erum öll háð samþykki annarrar manneskju og það er allt í lagi. Lífinu var ætlað að vera þannig. Það er engum ætlað að standa óstuddur á eigin fótum gegnum allt.
Falleg og einlæg stuttmynd sem lætur engan ósnortinn:
Tengdar greinar:
Feeling Myself: Óútkominn smellur frá Beyoncé og Nicki Minaj lekur á netið
Taylor Swift fagnaði afmæli sínu með Beyonce og Jay Z
Fjögur freistandi og funheit naglasett frá sjálfri Beyoncé
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.