Beyonce var ekki ánægð með brúðarkjólinn sinn

Tina Knowles, móðir Beyonce Knowles, hefur hannað nokkra kjóla á dóttur sína. Þessir kjólar hafa margir hverjir vakið athygli í gegnum árin og einn af þeim sem hún hannaði var brúðarkjóll Beyonce. Kjóllinn var mjög einfaldur, hlíralaus kjóll með flottu mynstri á bakinu.

Screen Shot 2016-07-01 at 11.17.56 AM

Beyonce og Jay Z gengu í hjónaband í apríl 2008 en aðdáendur hennar fengu bara að sjá kjólinn í tónlistarmyndbandi við lagið I Was Here, árið 2011. Tina segir að Beyonce hafi ekki verið neitt alltof ánægð með brúðarkjólinn en Tina hafi fundist hún vera svo góð að leyfa sér að gera kjólinn. „Hún sagði við mig einn daginn eftir brúðkaupið: „Þegar dóttir mín giftir sig ætla ég að leyfa henni að velja sér sinn eigin brúðarkjól.“ Kannski var hún ekki svo ánægð með kjólinn eftir allt saman, en hún var svo góð við mig.“

 

Blue Ivy mun kannski ekki klæðast kjól eftir ömmu sína en Beyonce vill samt að hún þekki gildi fjölskyldunnar. Í ræðu sem hún hélt á Fashion Icon Aware þakkað hún fjölskyldu sinni fyrir að kenna sér að meta innri fegurð og vinnusemi. Hún tók mömmu sína sem dæmi sem hafði saumað og sniðið föt á presta og nunnur, til að eiga fyrir skólagjöldunum.

 

Birtist fyrst í amk, fylgiblaði Fréttatímans

SHARE